Í fréttum segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fundað með „hópi manna“ sem hafi áhyggjur af stöðu þjóðarbúsins vegna nauðasamninga föllnu bankanna.
Þetta er náttúrlega ekki nema hálf frétt – við þurfum að vita hvaða menn þetta eru.
Sagt er að skorað hafi verið á forsetann að beita sér fyrir því að nauðasamningar verði ekki samþykktir.
Það er ekki beint í verkahring Ólafs Ragnars.
Þess má geta að Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í viðtali í Silfri Egils fyrir tæpum hálfum mánuði – og þar ræddi hann þessi mál ítarlega.
Viðtalið má sjá með því að smella hér.