Richard Stallman er helsti boðberi tölvufrelsis í heiminum. Hann er ódeigur við að gagnrýna auðfyrirtæki sem selja hugbúnað sem er varinn af höfundarrétti, einkaleyfum og alls kyns fjötrum. Hann er mjög gagnrýninn á menn eins og Steve Jobs og Bill Gates.
Stallman er sjálfur tölvuséní, menntaður frá Harvard, en síðan var hann við MIT, þar sem hann kynntist frelsinu sem ríkti á fyrstu árum tölvubyltingarinnar.
Stallman verður gestur í Silfri Egils á sunnudaginn.