Þetta er stórmerkileg heilsufarskönnun sem Jón Bjarnason birtir hluta úr á bloggsíðu sinni.
Þarna er meðal annars verið að rannsaka tengsl milli drykkjuskapar, þunglyndis, óánægju með útlit og reiðikasta annars vegar og stuðnings við stjórnmálaflokka hins vegar.
Ætli Vinstri grænir séu líklegri til að lenda í rifrildi en aðrir?
Er hugsanlegt að Samfylkingarfólk sé óánægt með líkama sinn?
Eru Sjálfstæðismenn líklegri en aðrir til að drekka daglega?
Ef vel tekst til væri hægt að svara þessum spurningum og fleiri með þátttöku í könnuninni.