Hér er myndband þar sem nokkur þekkt amerísk jólalög eru tekin og harðlega gagnrýnd fyrir karlrembu og það sem kallast sexismi (íslensk þýðing?)
Þarna eru lög eins og I Saw Mommy Kissing Santa Claus og All I Want For Christmas Is You.
Spurning er hvort ekki má taka íslensk jólalög og sortéra þau svona:
Við syngjum líka Ég sá mömmu kyssa jólasvein – og Nú er Gunna á nýju skónum, Nú skal segja er líka ansi hæpinn texti – já, og Hann fékk bók og hún fékk nál og tvinna.
Hann fær bók til að lesa, hún þarf að fara að sauma!