fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Ringluð þjóð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. nóvember 2012 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef á tilfinningunni að Íslendingar séu mjög ringluð þjóð. Við höfum hálfpartinn misst vitið í ýmsum ævintýrum síðustu árin, þegar allir ætluðu að verða ríkir á deCode, í bankabrjálæðinu – og nú eru ógurleg uppgrip í kringum túrisma, allir að leigja út íbúðirnar sínar og gömlum bíldruslum rúllað fram úr skúrum til að flytja ferðamenn.

Umræðan hér er líka afar ruglingsleg. Og hér vaða uppi öfl sem hafa beinlínis að markmiði að rugla, villa og blekkja.

Það eru ákveðnar staðreyndir sem við stöndum frammi fyrir. Sumt af því kom fram í skýrslu McKinsey sem var birt fyrr í vikunni.

Eins og að framleiðni hérna er alltof lág, eins og að við seljum auðlindir okkar alltof ódýrt, eins og að menntakerfið hérna er ekki nógu gott, eins og að við vinnum alltof mikið – ef vinnutíminn væri eðlilegur væru kjörin á pari við það sem gerist í Suður-Evrópu.

Laun hérna hafa dregist verulega aftur úr því sem gerist í nágrannalöndum. Það er stórt verkefni að ráða bót á því.

Og svo eru innviðir samfélagsins líka farnir að grotna. Í DV í dag er rætt við lækni sem segir að vinnuaðstæður hér séu „ógeð“. Hún hafi verið útbrunnin eftir eitt ár í starfi – aðstaðan hafi verið svo slæm.

Þetta eru stór mál. Á meðan horfum við á fólk sækjast eftir þingsætum í gegnum prófkjör og forvöl. Flest sem heyrist þaðan ber merki óbærilegs skrums og heilaskemmandi flokkshollustu. Því miður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“