fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Alkó

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. október 2012 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Helsinki heyrði ég talsvert af sögum af nafntoguðum rithöfundum, leikurum og listamönnum sem drukku á listamannakrám – og veitingahúsum.

Ég borðaði á einu slíku, glæsilegu veitingahúsi sem kallast Elite. Þar er stórmerkileg innrétting frá því rétt fyrir stríð – nánast heil. Sumir fastagestirnir eru þjóðsagnapersónur. Ég náði ekki öllum nöfnunum, einn var skáld og ótrúlegur hæfileikamaður sem þýddi bæði James Joyce og Hómer á finnsku áður en honum tókst að drekka frá sér allt vit.

Þetta hefur svo gjarnan endað á því að börn þessara listamanna hafa skrifað ævisögur þar sem gert er upp við feðurna og alkólhólisma þeirra.

Sambúð Finna og áfengisins hefur löngum verið erfið. Við hliðina á hótelinu þar sem ég gisti er vínbúð. Áfengisverslanirnar í Finnlandi eru bak við rimla og nefnast Alko. Maður verður eiginlega að segja það með finnskum hreim – manni dettur strax í hug alkóhólismi fremur en hófdrykkja. (Mætti kannski kalla ríkið á Íslandi „Alkó“ – það gæti verið baráttumál fyrir Gunnar Smára?)

Ég spurði hvernig þetta væri núna, í boði þar sem finnskir blaðamenn og rithöfundar rétt dreyptu á léttvíni. Mér var sagt að þetta væri gjörbreytt. Nú væri jafnvel talið ófint að vera drukkinn í hópi listamanna. Þeir eru ekkert drykkfeldari en gengur og gerist – á fundum þeirra  eru vínveitingar mjög takmarkaðar.

Þetta gerðist náttúrlega á Íslandi líka – og örugglega víðar. Hinar stóru kynslóðir drykkfelldra listamanna voru uppi fram undir 1980 – ófáir tortímdu sjálfum sér. Bragi Kristjónsson talar stundum um þetta fólk, hann þekkti margt af því. Það vær næstum eins og manndómsmerki að sukka. Þá hætti þetta eiginlega. Listamenn og rithöfundar fluttu meira að segja í Grafarvoginn – og þótt náttúrlega sé ekki loku fyrir það skotið að þeir hafi stundað drykkju þar innan dyra, hætti að vera í tísku að veltast fullur um á veitingahúsum. Þessi ótrygga samfylgd alkóhólsins og sköpunargáfunnar rofnaði.

Hið fræga listamannaveitingahús Elite í Helsinki. Innréttingarnar eru frá því fyrir stríð og þykja afar merkar. Þarna drukku margir rithöfundar, leikarar og listamenn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“