Mér sýnist skýrslan um Ísland frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey vera umhugsunarvert plagg. Það má vera að við höfum vitað margt af þessu, en það er ágætt að fá slíka samantekt.
Við vinnum of mikið, en framleiðnin er lítil.
Ef við ynnum ekki svona mikið værum við algjör láglaunaþjóð.
Arðurinn af orkusölu er alltof lítill.
Við þurfum að fá hærra verð fyrir raforkuna.
Það þarf meiri fjárfestingu.
Hér er alltof mikið af verslunarhúsnæði – sem skilar litlum ábata. (Samt er eins og vöruúrvalið sé furðu fábreytt.)
Það þarf betri menntun, ekki síst á sviði tækni og raungreina.
Og hvernig er það – þarf þá ekki bara að drífa í að laga þetta?