fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Kavalérinn

Egill Helgason
Laugardaginn 27. október 2012 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silvio Berlusconi á sína aðdáendur á Moggablogginu, þar segir að hann sé maður sem hafi getað komið skikki á Ítali.

Berlusconi skildi efnahag Ítalíu eftir í rjúkandi rúst. Tímabil hans þykir hafa einkennst af stöðnun og spillingu. Á Ítalíu höfuðu menn lengi þá trú að hann væri að sýna vinstri öflunum tvo í heimana. En á endanum töpuðu allir, nema hann sjálfur.

Hann hafði heldur aldrei neina hugsjón í pólitík nema sjálfan sig.

Berlusconi hafði alla fjölmiðla í höndum sér – eins og suma dreymir um. Þeir voguðu sér ekki að gagnrýna leiðtogann, il cavaliere eins og hann er kallaður. Ítalskt sjónvarp er frægt út um allan heim fyrir hvað það er hræðilega lélegt.

Kavalérnum tókst að komast undan réttvísinni árum saman, meðal annars með alls konar fikti við dómstóla og dómskerfið.

Loks er hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir skattsvik. Dómurinn er mildaður í eitt ár.

Erlendis vöruðu margir við Berlusconi, meðal annars The Economist sem lá ekki á þeirri skoðun sinni að hann væri óhæfur til að stjórna Ítalíu. Hér er forsíða blaðsins frá því Berlusconi tók í annað skipti við völdum, árið 2008

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“