fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Hverjir túlka atkvæði þeirra sem mæta ekki á kjörstað?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. október 2012 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem þarf að ákveða í umfjöllun um nýja stjórnarskrá er hvernig farið verður með þjóðaratkvæðagreiðslur.

Hversu hátt hlutfall kjósenda á að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu? 10 prósent? 15 prósent? 20 prósent?

Og það þarf líka að setja reglur um hversu margir eiga að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún teljist gild.

Nú heyrist manni að vissir aðilar innan stjórnarandstöðunnar telji að ekki sé að marka þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem helmingur kjósenda tekur þátt.

Það boðar ekki gott fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur almennt – því ólíklegt er að þátttaka verði meiri ef þær verða algengari sem einhverju nemur. Í Sviss sveiflast þátttakan milli 20 og 30 prósent.

En svo er annað í þessu – upp er komin krafa um að með einhverjum hætti verði reynt að ráða í vilja þeirra sem mæta ekki á kjörstað.

Þetta er eiginlega nýung í kosningum.

Hverjir eru helst til þess bærir? Eru það þeir sem rýna í telauf eða innyfli dýra – varla er hægt að treysta almennum álitsgjöfum fyrir þessu – eða stjórnmálamönum?

Jú, það má auðvitað leita einhverra svara í skoðanakönnunum.

En í raun rekur mig bara minni til einnar skoðanakönnunar um tillögur Stjórnlagaráðs, það var MMR sem birti hana í apríl á þessu ári.

Svarið við fyrstu spurningunni var eiginlega nákvæmlega samhljóða úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardag – 66 prósent vildu að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllurinn að nýrri stjórnarskrá.

Og svörin við hinum spurningunum voru líka nokkuð samhljóða: Auðlindaákvæðið hafði yfirgnæfandi meirihluta, sem og persónukjör og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, og í könnuninni mældist líka sami stuðningur við þjóðkirkjuna og í kosningunum á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“