Það voru ýmsar dásemdir sem Íslendingar þráðu og mátti finna í herstöðinni í Keflavík hér í eina tíð. Eitt af því var dósagos. Það þótti geysilega fínt að komast þangað uppeftir og hafa dósagos meðferðis burt.
Ég man meira að segja eftir viðtali við tónlistarmann frá Keflavík þar sem hann var spurður hvað menn hefðu leitað í á Vellinum. Hann svaraði einmitt:
„Dósagos og svoleiðis.“
Svo fór Ísland að nútímavæðast smátt og smátt og og við fórum sjálf að framleiða okkar eigin dósagos: