Það eru orðin nokkur ár síðan ég sagði í viðtali við TF1, stærstu sjónvarpsstöð í Frakklandi, að Ísland væri ekki á leiðinni í ESB.
Ég man að þetta kom nokkuð flatt upp á fréttamanninn, þetta var ekki ýkja löngu eftir að aðildarviðræðurnar hófust.
Ég hef fjallað um þetta margoft síðan, og alltaf komist að sömu niðurstöðu – eins og viðhorfin eru í íslensku samfélagi, að viðbættu ástandinu innan Evrópusambandinu, er nánast útilokað að Íslendingar fari þangað inn.
Það er hægt að leiða til lykta aðildarviðræður. Það verður ábyggilega forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þeim. Margt af því gæti verið hagfellt fyrir Íslendinga. En það breytir því ekki að nánast öruggt er að aðildin verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu – ný skoðanakönnun er enn ein staðfesting þess.