fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Atkvæðagreiðsla um stjórnarskrá nú og 1944

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. október 2012 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð langsótt fræðimennska að vísa í atkvæðagreiðslu um stjórnarskrána 1944 í tengslum við þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs – þetta er ekki sérlega sambærilegt. Atkvæðagreiðslan 1944 var haldin við mjög sérstakar aðstæður, í miðju stríði.

Þá voru greidd atkvæði samhliða um tvö atriði, sambandsslit við Dani og stjórnarskrá nýs lýðveldis – það var ekki hægt að stofna lýðveldi án stjórnarskrár.

Þessar spurningar féllu saman í eina, 99,5 prósent samþykktu sambandsslitin, 98,5 prósent samþykktu stjórnarskrána. Fólk var ekki að fara á kjörstað til að samþykkja sambandsslitin en hafna stjórnarskránni.

Það voru örfáir sem andæfðu, helst Alþýðuflokksmenn. Þeir voru þeirrar skoðunar að rétt væri að bíða til stríðsloka eftir sambandsslitum.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, einn okkar helsti sérfræðingur í þessu tímabili, hefur fært mjög gild rök fyrir því að stjórnarskráin 1944 hafi verið hugsuð til bráðabirgða eins og má lesa í greininni Tjaldað til einnar nætur: Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar. Nefndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar störfuðu stöðugt eftir lýðveldisstofnunina, en það gekk illa að ná samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna.

Lýðveldið var stofnað undir verndarvæng Bandaríkjanna. Nokkrum árum síðar gekk Ísland í Nató og svo var gerður varnarsamningur við Bandaríkin.

Þessar mikilvægu ákvarðanir sem vörðuðu fullveldi Íslands voru ekki bornar undir þjóðaratkvæði – eins og mörgum hefði þótt sjálfsagt nú.

Eftir þetta var ekki þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi fyrr en þegar greidd voru atkvæði um ríkisábyrgð vegna Icesave árið 2010, túlkun manna á stjórnarskránni gerði ekki ráð fyrir slíku – ekki fyrr en Ólafur Ragnar Grímsson tók að lesa stjórnarskrána á sinn hátt. Nú hefur túlkun hans á vissum greinum stjórnarskrárinnar orðið ofan á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“