fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Hver verður kjörsóknin?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. október 2012 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eðlilega eru menn að velta fyrir sér hver gæti orðið kjörsóknin í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur Stjórnlagaráðs. Nú eru tíu dagar þangað til hún fer fram.

Þeir sem vilja að tillögurnar nái fram að ganga vonast til að kjörsóknin verði meira en 50 prósent. Það er stóri þröskuldurinn. Ef kjörsóknin fer mikið undir 40 prósent standa stjórnarskrárdrögin mjög veikt.

Stjórnmálaflokkarnir eru hikandi gagnvart málinu. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki gefa upp afstöðu sína til efnisatriða í umræðum í þinginu í gær.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur beinlínis lýst sig andvígan tillögunum og öllu ferlinu. En forysta flokksins virðist vera hikandi. Maður bjóst jafnvel við því að hún léti þau boð út ganga til flokksmanna að þeir sniðgengju kosningarnar. Það hefur hún ekki enn gert, hvað sem svo verður.

Hún gæti líka hvatt Sjálfstæðismenn til að fara á kjörstað og segja nei við fyrstu spurningunni – því að tillögur Stjórnlagaráðs verði grunnurinn að nýrri stjórnarskrá. En þá er hugsanlegt að kjörsóknin hressist verulega – og þar með öðlist ferlið meira lögmæti en ella.

Meðan svona er eiga þeir sem styðja nýja stjórnarskrá sviðið að miklu leyti, þótt gagnrýnisraddir heyrist héðan og þaðan. Það er til dæmis engin sjálfstæð hreyfing – grasrótarhreyfing – sem beinlínis heldur uppi baráttu gegn stjórnarskrárferlinu.

Veikleiki þeirra sem aðhyllast tillögur Stjórnlagaráðs er að þeir ná ekki sérlega langt út í þjóðardjúpið. Það er rangt að segja að ekki sé fyrir hendi áhugi á stjórnarskrárbreytingum, það er hann vissulega. Hins vegar eru stjórnarskrármál þess eðlis að það verður seint hægt að vekja allan fjölda fólks, eins og í kosningum sem snúast um einfaldari valkosti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!