Það sem við horfðum á í nótt frá Bandaríkjunum voru stjórnmál sem leikhús – og ekki einu sinni gott leikhús.
Frambjóðendur skora hæst ef þeir tala í innantómum frösum. Ánægja áhorfenda með þá er mæld um leið og þeir tala – þá er best að forðast að tala um erfið sannindi.
Flókin mál eiga ekki upp á pallborðið – það er betra að segja litlar sögur eða tala í stöðluðum klisjum. Þetta býður upp á stjórnmál þar sem skammtímasjónarmið eru allsráðandi, stjórnmálamenn eru eins og búktalaradúkkur, og hin raunverulegu vandamál fást ekki einu sinni rædd.