fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Dauf umræða um stjórnarskrá

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. september 2012 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 24 dagar til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur Stjórnlagaráðs.

Hér geisar hávær umræða um falda skýrslu sem fjallar um klúður við uppsetningu bókhaldskerfis hjá ríkinu – og að er líka mikið talað um laun skilanefndamanna.

Það er óþefur af báðum málum, því verður ekki neitað.

En þeir sem hafa áhuga á breytingum á stjórnarskránni hljóta að fara verða áhyggufullir.

Þeir sem eru að reyna að halda uppi umræðunni um hana koma margir úr röðum stjórnlagaráðsliða – það er næstum eins og þeir séu að tala við sjálfa sig eða inn í afar þröngan hóp.

Að vísu hefur opnað vefur um þjóðaratkvæðagreiðsluna, en það hlýtur að þurfa meira átak ef á að takast að rífa umræðuna upp og vekja áhuga kjósenda.

Það sem maður saknar ekki síst er meiri umræða um einstakar greinar tillagnanna: Þjóðareignina á náttúruauðlindum, fullveldisframsalið sem þær eiga að gera mögulegt, persónukjörið, jöfnun atkvæðisréttar, beina lýðræðið sem þær fela í sér – og stöðu forsetans.

(Stjórnarskrármálið verður meðal umfjöllunarefna í Silfri Egils á sunnudag.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka