Hér er nýlegt myndband frá Greenpeace sem fjallar um fiskveiðar við strönd Senegal í Vestur-Afríku.
Fiskveiðar eru mjög mikilvægar þarna, fjöldi manna vinnur við þær og þær eru mikil uppspretta næringar.
Fiskveiðar heimamanna voru orðnar mjög lélegar en hafa tekið vel við sér, aflinn er betri og fiskurinn stærri – eftir að stórvirkir erlendir togarar voru reknir frá ströndum Senegals.
Íslendingar eru meðal þeirra sem hafa stunda þessar veiðar – sem hafa rænt lífsviðurværi fátæks fólks. Þetta er landhelgisbarátta þessa fólks – og þar eru Íslendingar í hlutverki þrjótanna.
http://www.youtube.com/user/GreenpeaceVideo?feature=CAQQwRs%3D