fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Karlinn á kassanum

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. september 2012 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessari ljósmynd skaut upp á Facebook-síðu sem nefnist Gamlar ljósmyndir.

Hún er af prédikaranum Sigurði Sveinbjörnssyni þar sem hann stendur á Lækjartorgi og flytur eldlega ræðu, eins og hans var von og vísa.

Sigurður var stundum kallaður „Karlinn á kassanum, hann boðaði trú á torginu um langt árabil.

Myndin er sennilega tekin á fimmta áratugnum, hann er ansi fínn í tauinu karlinn, með hatt og í burstuðum skóm. Ég sé ekki hvað stendur á hinum stæðilega trékassa, en á klukkunni er auglýsing þar sem stendur „Persil í allan þvott“.

Myndin höfðar nokkuð mikið til mín sökum þess að Sigurður bjó í húsinu þar sem ég ólst upp á Ásvallagötu. Vistarvera hans þar var risherbergi sem afi minn leigði honum.

Karlinn er minnisstæður, hann var orðinn mjög fótfúinn, og sérstaklega man ég eftir því þegar hann var fluttur burt í sjúkrabíl. Ég held ég hafi ekki séð hann aftur eftir það. Hann dó 1967.

Sigurður firrtist nokkuð við þegar ég var skírður Egill. Honum fannst það vera heiðið nafn og því ótækt. Vildi heldur að ég héti Ólafur Helgi – eins og dýrlingurinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka