fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Allt á fullu í framboðsmálum Framsóknar

Egill Helgason
Laugardaginn 22. september 2012 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið að gerast í framboðsmálunum hjá Framsókn.

Birkir Jón Jónsson er að hætta – hann er einn af þeim þingmönnum sem flestir kunna vel við. Frekar maður sátta en hitt.

Það er ekki dagur liðinn frá því Höskuldur Þórhallsson segist vilja fyrsta sætið í Norðausturkjördæmi þangað til kemur í ljós að formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að stefna á það sæti.

Þá losnar fyrsta sætið í Reykjavík norður – Jónína Ben gæti tekið það. Vigdís Hauksdóttir er fyrir í Reykjavík suður.

Gunnar Bragi Sveinsson og Ásmundur Einar Daðason ætla sér báðir sæti á listanum í Norðvesturkjördæmi.

Þar glittir reyndar í mann sem gæti velgt þeim undir uggum. Þetta er Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi frá Akranesi, hann talaði á fundi hjá Framsókn í dag og í frásögn af honum segir að honum hafi verið „klappað lof í lófa“ þegar hann sagði að hann vildi “ að í framtíðinni yrði þess minnst að verðtrygging hefði verið afnumin með „Sigmundarlögum“ árið 2013″.

Í Suðurkjördæmi hafa svo verðið uppi raddir um endurkomu Guðna Ágústssonar. Þar er fyrir Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þykir ekki sérlega öflugur, og Eygló Harðardóttir – en hún hefur leyft sér að hafa sjálfstæðar skoðanir á ýmsum málum.

Það er svo spurning hvað Siv Friðleifsdóttir gerir í Kraganum. Siv er ekki öldruð kona, aðeins fimmtug, en hefur verið á Alþingi í sautján ár. Hún hefur verið mjög á skjön við forystu flokksins í ýmsum málum og víst er að ýmsum þar þætti ágætt að losna við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka