fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Heimsyfirráð Kínverja, ferðir Harðar Torfa, gjaldmiðilsmál í Silfri

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. september 2012 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög áhugaverður sérfræðingur um Kína verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Hann nefnist Juan Pablo Cardenal, er blaðamaður frá Spáni og hefur lengi starfað í Peking, Shanghai og Hong Kong.

Cardenal er ómyrkur í máli um áform Kínverja – hann telur að þeir séu reknir áfram af mikilli þörf eftir orku og auðlindum, það sé í raun ekki fjarri að tala um heimsyfirráðastefnu í því sambandi.

Cardenal er ásamt Heriberto Araujo höfundur bókar um Kína sem nefnist La silenciosa conquista China, eða Hinir þöglu landvinningar Kínverja.

Sú bók einblínir á Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, en nú eru þeir að vinna að bók sem fjallar um umsvif Kínverja í Bandaríkjunum og Evrópu.

Hér er merkileg röð ljósmynda sem þeir Cardenal og Araujo hafa tekið af umsvifum Kínverja víða um heim undir heitinu China International.

Af öðrum gestum í þættinum má nefna Hörð Torfason, en fáir vita að Hörður hefur verið á stanslausum ferðalögum síðan í Búsáhaldabyltingunni – hvað er það sem fólk vill heyra frá Íslandi, hvaðan kemur þessi áhugi, og hvers hefur Hörður orðið vísari á ferðum sínum?

Við ræðum einnig um gjaldmiðilsmál með Illuga Gunnarssyni, Lilju Mósesdóttur og Árna Pál Árnason og tökum stöðu á Icesave réttarhöldunum með Eiríki Svavarssyni úr InDefence hópnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka