fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

100 bækur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2012 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri fékk þá snjöllu hugmynd að taka saman lista yfir 100 íslenskar bækur sem „þú“ verður að lesa. Listinn er saminn eftir tilnefningum frá fjölda bókavarða um allt land.

Hann lítur svona út, svo getur fólk pælt í þessu – séð hvers það saknar eða hverju er ofaukið.

Maður sér að listinn er áberandi veikur hvað varðar ljóðabækur – og svo vantar þarna öndvegishöfunda eins og til dæmis Tómas Guðmundsson, Hannes Pétursson, Hallgrím Helgason, Ólaf Jóhann Ólafsson, Sigurð Pálsson, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Þórarin Eldjárn, Björn Th. Björnsson og Jakobínu Sigurðardóttur.

Þarna er hins vegar fjöldi titla eftir Arnald Indriðason.

Sjálfur sakna ég mest Dægradvalar Benedikts Gröndal af listanum.

  • Að breyta fjalli eftir Stefán Jónsson (1987)
  • Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson (1927; ísl. þýðing 1939)
  • Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur (2007)
  • Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur (2006)
  • Benjamín Dúfa eftir Friðrik Erlingsson (1992)
  • Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju (2010)
  • Borgin bak við orðin eftir Bjarna Bjarnason (1998)
  • Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness (1957)
  • Bréf til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni (1924)
  • Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi (1946-51)
  • Edda Snorra Sturlusonar (13. öld)
  • Egils saga (13. öld)
  • Elías eftir Auði Haralds og Valdísi Óskarsdóttur (1983)
  • Elsku besta Binna mín eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur (1997)
  • Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson (1998)
  • Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson (1993)
  • Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson (2010)
  • Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó eftir Þorvald Þorsteinsson (1998)
  • Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur (1989)
  • Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson (1997)
  • Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson (1976)
  • Ferð án fyrirheits eftir Stein Steinarr (1942)
  • Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson (1923; ísl. þýðing 1941)
  • Flateyjargáta eftir Viktor Arnar Ingólfsson (2002)
  • Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur (2004)
  • Franskbrauð með sultu eftir Kristínu Steinsdóttur (1987)
  • Furðustrandir eftir Arnald Indriðason (2010)
  • Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson (1987)
  • Garðurinn eftir Gerði Kristnýju (2008)
  • Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson (1988)
  • Gerpla eftir Halldór Laxness (1952)
  • Grafarþögn eftir Arnald Indriðason (2001)
  • Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur (1994)
  • Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson (1986)
  • Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur (1987)
  • Gæludýrin eftir Braga Ólafsson (2001)
  • Halla og heiðarbýlið eftir Jón Trausta (1906-1911)**
  • Harðskafi eftir Arnald Indriðason (2007)
  • Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson (2009)
  • Heimskringla eftir Snorra Sturluson (13. öld)
  • Heimsljós eftir Halldór Laxness (1937-40)
  • Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson (2007)
  • Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson (1995)
  • Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur (2005)
  • Hús úr húsi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur (1997)
  • Hvunndagshetjan eftir Auði Haralds (1979)
  • Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness (1943-6)
  • Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur (1974)
  • Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur (1987)
  • Karitas : án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur (2004)
  • Konur eftir Steinar Braga (2008)
  • Kvæðasafn Snorra Hjartarsonar (2006)
  • Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur (1969)
  • Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson (1996)
  • Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrimsson (1947)
  • Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur (2010)
  • Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur (1995)
  • Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur (1990)
  • Missir : stuttsaga eftir Guðberg Bergsson (2010)
  • Mýrin eftir Arnald Indriðason (2000)
  • Njáls saga (13. öld)
  • Nonni og Manni eftir Jón Sveinsson (1914; ísl. þýðing 1925)
  • Nornadómur eftir Ingibjörgu Davíðsdóttur (1994)
  • Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson (1940-1)
  • Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur (2007)
  • Óvinafagnaður eftir Einar Kárason (2001)
  • Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen (1850)
  • Punktur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnarsson (1976)
  • Ráðskona óskast í sveit eftir Snjólaugu Bragadóttur (1973)
  • Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur (2008)
  • Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur (2001)
  • Riddarar hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson (1982)
  • Rökkurbýsnir eftir Sjón (2008)
  • Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason (1999)
  • Sagan af Heljarslóðarorrustu eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1861)
  • Sagan hans Hjalta litla eftir Stefán Jónsson (1948)
  • Salka Valka eftir Halldór Laxness (1931-2)
  • Saman í hring eftir Guðrúnu Helgadóttur (1986)
  • Samastaður í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur (1977)
  • Sandárbókin: pastóralsónata eftir Gyrði Elíasson (2007)
  • Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarson (1954-5)
  • Sendiherrann eftir Braga Ólafsson (2006)
  • Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur (1983)
  • Síðdegi eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur (2010)
  • Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness (1934-5)
  • Sjáumst aftur eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur (2001)
  • Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (2008)
  • Skugga-Baldur eftir Sjón (2003)
  • Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur (1968)
  • Sossa sólskinbarn eftir Magneu frá Kleifum (1991)
  • Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1952)
  • Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur (2005)
  • Sturlunga saga (13. öld)
  • Stúlka með fingur eftir Þórunni Valdimarsdóttur (1999)
  • Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur (1992)
  • Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson (2005)
  • Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson (1993)
  • Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson (2010)
  • Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1919)
  • Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson (1929; ísl. þýðing 1938)
  • Sænginni yfir minni eftir Guðrúnu Helgadóttur (1987)
  • Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur (1985)
  • Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur (1986)
  • Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson (2005)
  • Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr (1948)
  • Tómas Jónsson : metsölubók eftir Guðberg Bergsson (1966)
  • Undan illgresinu eftir Guðrúnu Helgadóttur (1990)
  • Veisla undir grjótvegg eftir Svövu Jakobsdóttur (1967)
  • Við Urðarbrunn eftir Ingibjörgu Davíðsdóttur (1993)
  • Virkir dagar eftir Guðmund Gíslason Hagalín (1936-8)
  • Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (2005)
  • Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason (1983)
  • Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson (2007)
  • Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson (2009)
  • Þjóðsögur Jóns Árnasonar (1862)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“