Það hafa geisað miklar deilur um mögulega skaðsemi erfðabreyttra matvæla. Deilurnar hafa verið á nokkrum plönum, það er deilt um skaðsemina fyrir heilsu manna, um áhrif á náttúruna og um félagsleg áhrif – til dæmis þegar stórfyrirtæki eru að leggja undir sig landbúnaðinn í heiminum með einkarétt á sáðkorni að vopni. Það er hinn illa þokkaði auðhringur Monsanto sem hefur einkaleyfi bæði á maísnum og illgresiseyðinum.
Í gær var birt rannsókn sem þykir marka nokkur tímamót. Í henni er sýnt fram á eitrunaráhrif af erfðabreyttum maís og illgresiseyðinum Roundup, en maísinn erfðabreytti er ónæmur fyrir honum – og því er þetta tvennt gjarnan notað saman.
Þetta eru ekki síst mikil tíðindi vegna þess að erfðabreyttur maís er geysimikið notaður í matvælaiðnaði, allt að 80 prósent unninna matvæla í Bandaríkjunum innihalda hann.
Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Food and Toxicology, en hér er frásögn af henni í tímaritinu The Grocer. Þar segir:
„The world’s best-selling weedkiller, and a genetically modified maize resistant to it, can cause tumours, multiple organ damage and lead to premature death, new research published today reveals.“
Hér má líka benda á grein sem Oddný Anna Björnsdóttir skrifaði á vef mbl.is í gær. Þar er líka að finna ýmislegt ítarefni.