fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Vel heppnað Djúp

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. september 2012 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lengi verið hugfanginn af Guðlaugi Friðþórssyni og hinu mikla afreki hans þegar hann bjargaði sér á sundi í ísköldum sjó um vetrarnótt, gekk síðan berfættur yfir úfið hraun þar til hann komst til byggðar í Vestmannaeyjum.

Nú hefur verið frumsýnd kvikmynd Baltasars sem fjallar um þennan atburð – hún nefnist Djúpið, gerð eftir leikriti Jóns Atla Jónassonar, en handritið er eftir þá tvo Baltasar og Jón Atla.

Það er ýmislegt viðkvæmt í þessari sögu. Guðlaugur vildi ekki vera með í gerð myndarinnar, en hann setti sig ekki upp á móti henni heldur, skilst mér. Svo er það auðvitað minningin um félaga hans sem drukknuðu þessa nótt – og voru mörgum harmdauði.

Þetta er saga sem er í senn afar sorgleg og hetjuleg.

Það er skemmst frá því að segja að í myndinni tekst mjög vel að segja söguna. Það er fjallað um atburðina af nærfærni og persónunum er sýndur fullur sómi. Um leið er þetta eins konar óður til lífsbaráttunnar í Vestmanneyjum, ekki bara sjómennskunnar, heldur er eldgosið sem var tíu árum áður í bakgrunni.

Guðlaugur heitir Gunnlaugur í myndinni. Í túlkun hins frábæra leikara Ólafs Darra Ólafssonar verður hann sérlega geðsleg og yfirlætislaus persóna – rétt eins og mér kom Guðlaugur Friðþórsson fyrir sjónir á sínum tíma. Ég held að hann megi vel við una.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“