fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Hvenær er líf þjóða kraftaverk?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. september 2012 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður sem hélt ræðu í gærkvöldi vitnaði í kvæði eftir Davíð Stefánsson sem mér hefur alltaf þótt afspyrnu vont. Það segir um íslenska þjóð að líf hennar sé „eilíft kraftaverk“.

Ég horfði á sjónvarpsþátt um daginn sem sannfærði mig um að lífið sjálft væri nokkurs konar kraftaverk:

Þátturinn fjallaði um stjarneðlisfræði, og þar kom í ljós að skilyrði fyrir lífi í alheiminum eru ekki nema í örskotsstund, líkurnar eru alveg fáránlega litlar – svo að maður skilur það eiginlega ekki – en smátt og smátt mun alheimurinn kulna og loks verður ekkert nema myrkur.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig eyjarskeggjarnir á Folegandros, þangað sem ég fer á sumrin, hafa lifað í aldanna rás.

Byggðin á eyjunni teygir sig mörg þúsund ár aftur í söguna. En eyjan er hrjóstrug, eiginlega bara klöpp, það er mjög lítið vatn, lífsbaráttan hefur verið afar hörð. Og í gegnum árþúsundin komu reglulega sjóræningjar, drápu og rændu, numu íbúana á brott og seldu í þrældóm.

Íslendingar bjuggu við sult og seyru, kulda og vosbúð. Það er kannski nokkurs konar kraftaverk að þeir skyldu ekki deyja út – um tíma stóð til að flytja þjóðina burt og setja hana niður á Jótlandsheiðum. Hugsanlega hefði það verið framfaraskref fyrir Íslendinga þess tíma. Þeir lifðu líka við kúgun bændayfirstéttar sem notaði fátækt fólk sem hálfgerða þræla.

Svona hefur fátækt fólk þurft að draga fram lífið alla mannkynssöguna – og gerir enn. Sumir reyna að koma sér undan fátæktinni eins og Íslendingarnir sem fóru til Vesturheims. Þau ferðalög voru hálfgerð kraftaverk líka, á þeirra tíma mælikvarða – eftir nokkurt harðræði beið flestra betra líf vestanhafs.

Afríkubúinn sem fannst á götu gær var líka að reyna að koma sér undan fátæktinni. Hann gerðist laumufarþegi með flugvél. Hreiðraði um sig í hjólabúnaðinum, fraus í hel eins, en þegar hjólin voru láti niður hrapaði lík hans til jarðar – á miðja götu í úthverfi. Á Vesturlöndum – og á Íslandi – leyfum við okkur að tala af lítilsvirðingu um fólk eins og þennan unga mann, en það er ekki að gera annað en að leita sér að betri tilveru.

Stundum fáum við fréttir sem snerta okkur eins og um raunverulegt kraftaverk sé að ræða – eins og til dæmis að stórlega hafi dregið úr barnadauða í heiminum. Það eru 14 þúsund færri börn sem deyja daglega nú en fyrir tuttugu árum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“