Þeir eru beittir í frönsku pressunni.
Ég sagði frá forsíðu Libération sem beindist að auðkýfingnum Bernard Arnault sem er að flytja til Belgíu, vegna skattahækkana að haldið er fram.
Fyrirsögnin var tilvísun í orð sem Sarkozy, fyrrverandi forseti, lét eitt sinn falla – þið getið lesið um þetta hérna.
Hljómar svona:
Casse-toi, riche con!
Arnault hótaði að höfða mál gegn Libération.
Blaðið svaraði með annarri forsíðu þar sem stendur:
Bernard, si tu reviens, on annule tout. Bernard, hættum við allt, ef þú kemur til baka.
Þarna er líka verið að snúa út úr orðum Sarkozys.
Hann á að hafa sent fyrrverandi konu sinni samhljóða sms aðeins átta dögum áður en hann kvæntist fegurðardísinni Carla Bruni.
Si tu reviens, j’annule tout. Hætti við allt ef þú kemur til baka.