Svona lítur forsíða franska dagblaðsins Libération út – þetta er frá því í gær.
Bernard Arnault er einn ríkasti maður Frakklands, hann er forstjóri tískufyrirtækis sem nefnist LMVH. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að flytja til Belgíu, það er tengt við þau áform Hollandes Frakklandsforseta að leggja 75 prósenta skatt á tekjur yfir einni milljón evra.
Það er ekki alveg auðvelt að þýða fyrirsögnina nákvæmlega, en það er um það bil svona:
„Hundskastu burt, ríki auminginn þinn.“
Fyrirsögnin kemur reyndar ekki alveg út úr blámanum, því Sarkozy, fyrrverandi forseti, glopraði þessum svipuðum orðum út úr sér við mann úr röðum almennings sem varð á vegi hans.
„Casse toi, pauvre con!“
Það þýðir í raun bara „Hunskastu burt, auminginn þinn“, en er líka hægt að lesa sem „Hunskastu burt, fátæki auminginn þinn“.
Þetta varð að slagorði sem var notað gegn Sarkozy.
Arnault neitar því reyndar að hann sé að flytja til Belgíu vegna skattanna, og lýsti því yfir í gær að hann ætlaði í mál gegn Libération.