Það er afskrifaður heill milljarður króna af Dómínós pizzum.
Þjóðin verður náttúrlega að halda áfram að fá þennan skyndibita, dugir ekki loka sjoppunni.
Það kemur fram að skuldir Dómínós pizza hafa verið 1,8 milljarður króna. Ég endurtek – átjánhundruð milljónir.
Það er ein af ráðgátum íslenska efnahagshrunsins hvernig er hægt að lána pizzufyrirtæki svona mikið.
Og það er áhugavert reikningsdæmi að kanna hversu margar pizzur þarf til að selja upp í skuldina – og þá er sjálfsagt að reikna með kostnað, vinnulaun og svoleiðis.