Á þessari slóð er að finna nýja aðalnámskrá fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem samþykkt var í fyrra – og á að innleiða í áföngum á næstu þremur árum.
Það hefur verið um margt að ræða í íslenskum samfélagi síðustu árin, og líklega hefur samþykkt aðalnámskrárinnar farið framhjá mörgum.
En tvennt einkennir aðalnámsrána umfram annað – ótrúlegur orðavaðall og áhersla á það sem kallast félagslegur rétttrúnaður. Það mætti jafnvel segja að námsskráin sé eins konar manífestó fyrir hann.
Það mætti jafnvel ætla að skólinn hafi tekið við af foreldrum sem uppalandi – í siðferðislegum, pólitískum og félagslegum efnum.