fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Ha-Joon Chang, stjórnmálahorfur á kosningavetri, forsetakosningar í BNA

Egill Helgason
Laugardaginn 8. september 2012 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti þáttur Silfurs Egils á þessu hausti er á sunnudag.

Aðalgestur í þættinum er ekki af lakara taginu. Það er Ha-Joon Chang, prófessor í hagfræði við háskólann í Cambridge á Englandi.

Ha-Joon er einhver frægasti og umtalaðasti hagfræðingur í heimi, hann er höfundur bókar sem nefnist 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá.

Þetta er mikil metsölubók og hefur hvarvetna hlotið góða dóma fyrir að vera djörf, ögrandi og skemmtileg. Ha-Joon er ekki andsnúinn kapítalisma, en hann tekur í sundur ýmsar goðsagnir frjáls markaðar og hnattvæðingarinnar.

Bókin er nú að koma út hjá Forlaginu, á vef þess má sjá lofsamlegar umsagnir um hana úr stórblöðum.

Kosningavetur er að ganga í garð og í þættinum ræðum við líka um stjórnmálahorfurnar hér heima og um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“