156 einstaklingar, víða að úr samfélaginu, birta yfirlýsingu þar sem er skorað á íslenska ríkið að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Þarna er Vigdís Finnbogadóttir, Matthías Johannessen, Björk Guðmundsdóttir, Halldór Blöndal, Ragnar Arnalds, Guðni Ágústsson og Hörleifur Guttormsson.
En hví ætti ríkið að kaupa þessa jörð fremur en aðrar jarðir á Íslandi? Er það til að koma í veg fyrir að hún lendi í höndum útlendinga?
En útlendingar eru að kaupa jarðir út um allt land.
Er það vegna stærðar jarðarinnar? Voru ekki sett býsna umdeild þjóðlendulög fyrir ekki svo mörgum árum?
Eru fleiri jarðir sem ríkið ætti að kaupa – með skattfé? Á ríkið alltaf að kaupa jarðir ef útlendingar sem sumum þykja óæskilegir vilja fá þær?
Og hvernig ætti ríkið svo að nýta þessar jarðir?
Margir í hópi 156 menninganna eru reyndar ágætlega stæðir. Þarna eru fyrrverandi ráðherrar til dæmis. Kaupverð Grímsstaða á Fjöllum hefur ekki verið ýkja hátt. Hópurinn gæti jafnvel slegið saman og keypt jörðina.