fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Þögul miðja

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. ágúst 2012 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist allt stefna í að umræðan fyrir næstu kosningar verði á mjög þjóðernislegum nótum. Flokkar munu keppast um yfirboð í þjóðernislegum anda. Sumir í stjórnarandstöðunni munu leggja allt kapp á að beina talinu að ESB, en sumir í stjórnarliðinu vilja fyrir alla muni forðast það – þeir vilja frekar tala um að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða í að komast út úr kreppu.

Meðan stjórnmálin eru svo þjóðernisleg fjarlægjast þau miðjuna – þar sem sagt er að kosningar ráðist. Nánast enginn stjórnmálaflokkur staðsetur sig nú þar, nema Björt framtíð. Henni verður hins vegar ekki sérlega vel ágengt – hverju sem um er að kenna.

Íslendingar eru náttúrlega furðulegir, þeir hafa ekkert traust á stjórnmálum, það mælist í kringum tíu prósent, en samt ætla þeir unnvörpum að kjósa gömlu flokkana í næstu kosningum.

Ein tilgátan gæti svo verið sú að miðjan sé horfin í íslenskum stjórnmálum, að hún hafi gufað upp í umróti síðustu ára. Ef ekki, þá er hún furðulega þögul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti