fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Nóg af berjum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. ágúst 2012 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var á ferð í Ísafjarðardjúpi um daginn og get alveg staðfest þessa frétt Bæjarins besta, það er nóg af berjum þar handa allri þjóðinni.

Framtaksamt fólk þyrfti reyndar að tína og koma þessu í búðir – það er misjafnt hvað maður kemst oft og mikið í berjamó.

Það er átakanlegt í miðri berjavertíðinni að sjá ekki íslensk ber í búðum – víðast eru sömu amerísku bláberin og alltaf, rándýrar, pínulitlar öskjur.

Til eru undantekningar á þessu, Vínberið á Laugavegi selur til dæmis bæði íslensk bláber og krækiber.

Annars er margt skrítið í þessum bransa. Ég skil til dæmis ekki að að síðsumars,  þegar er uppskerutími epla í Norður-Evrópu, skuli eplin sem fást í búðum á Íslandi vera komin frá Argentínu.

Bláber í Ísafjarðardjúpi, myndin er tekin fyrr í þessum mánuði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka