fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Evrópa sem eldhaf?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. ágúst 2012 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söguþekkingu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra er við brugðið.

Hann segir í grein í Fréttablaðinu í dag að Evrópa logi – og spyr hvort við viljum ganga inn í eldhafið?

Í heimsstyrjöldinni síðari var svo komið í Evrópu að þar voru aðeins fjögur lýðræðisríki. Styrjöldin var partur af því sem nefnt hefur verið stutta tuttugasta öldin, hún nær frá því að fyrri heimstyrjöldin brýst út 1914 og þangað til Berlínarmúrinn féll 1989. Þetta var tími hrikalegra átaka, það var alls ekki útséð með að lýðræði yrði ofan á í Evrópu. Oft logaði álfan – í raunverulegum skilningi. Fólk var myrt í milljónatali, það var rekið frá heimilum sínum, sprengjum var hellt yfir saklausa borgara.

Á seinni hluta þessa tímabils voru fasistastjórnir á Spáni og í Portúgal og Grikklandi. Fjöldi ríkja í austurhluta Evrópu var undir stjórn kommúnista – þaðan var beindu kjarnorkuvopnum beint að vestur-evrópskum borgum, á móti var sprengjum í Vestur-Evrópu beint austur. Þetta var raunveruleg ógn – heimurinn gat farist í kjarnorkubáli á svipstundu.

Evrópa hefur upplifað dæmalaust friðar- og velmegunarskeið síðustu áratugina. Landamæri álfunnar eru opin og fólk ferðast eins og aldrei áður. Fleiri ferðamenn koma hingað til Íslands en nokkru sinni – verður ekki séð að þeir séu að koma úr eldhafi. Mannréttindi eru betur tryggð en áður, sem og tjáningarfrelsi. Langlífi hefur aldrei verið meira og heilsufar betra.

Lýðskrumarar eru víða á ferðinni – en þó hefur álfan upplifað tíma þegar áhrif þeirra voru miklu meiri og málflutningurinn skefjalausari og hættulegri.

Vissulega hefur hagkerfið hikstað síðustu árin, sum löndin við Miðjarðarhaf eru í vandræðum sem aðallega stafa af ofþenslu en sumpart líka af spillingu, Bretar sem settu allt sitt traust á fjármálastarfsemi eru upplifa þrálátan samdrátt þrátt fyrir að þeir noti ekki evru – og á Íslandi lifum við í skjóli gjaldeyrishafta sem virðist ekki vera hægt að afnema án þess að gjaldmiðillinn sökkvi eins og steinn.

Logar álfan nú? Nei, auðvitað ekki. Vandamálin eru samt raunveruleg – og þau þarf að leysa. Þrátt fyrir áróður þess efnis hafa Íslendingar ekki fundið hina einu sönnu lausn á efnahagskreppunni.

En Ögmundur ætti kannski að fara að lesa sögubækurnar sínar aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka