Fréttablaðið birtir í dag upplýsingar sem eru nauðsynlegar í umræðuna um tónlistarhúsið Hörpu. Það eru fasteignagjöldin sem eru að sliga Hörpu og eru aðalskýringin á tapinu af húsinu.
Fréttablaðið upplýsir að Harpa greiði hærri fasteignagjöld en Kringlan og Smáralind samanlagt.
Að auki reiknar blaðið dæmið þannig að Harpa borgi hærri fasteignagjöld en samanlagt tíu menningarstofnanir og tvö íþróttahús sem notuð eru í menningarviðburði. Þetta eru:
Laugardalshöll, Egilshöll, Hof á Akureyri, Háskólabíó, Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, Þjóðarbókhlaðan, Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, Listasafn Íslands, Hamraborg menningarhús og Hamraborg safnahús.
Í blaðinu segir að fulltrúar Reykjavíkur staðhæfi að ekki sé hægt að lækka fasteignagjöldin á Hörpu, þau séu ekki geðþóttaákvörðun.
Kannski ekki, en þau eru rugl sem ber að leiðrétta. Þetta virkar eins og einhvers konar computer says no dæmi.