Jóhanna tók ekki af skarið á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, hún var ekki tilbúin að lýsa því yfir að hún ætlaði að halda áfram sem formaður flokksins.
En eftir því sem fleiri tíðindi berast af batanum í efnahagslífinu, styrkist staða hennar. Horfur flokksins fyrir kosningarnar næsta vor eru ekki lengur svo svartar. Í raun er enginn í flokknum sem ógnar henni ef hún vill halda áfram – og vandséð að einhver leggi í það.
Kannski þykir Jóhönnu ágætt að láta ganga svolítið á eftir sér, en þetta er allt í hendi hennar.