fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Reykjavík 1974

Egill Helgason
Föstudaginn 24. ágúst 2012 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan Lemúrinn birtir ljósmyndir frá Reykjavík árið 1974. Þetta er tíminn þegar ég er að alast upp. Manni sýnist að lítils sé að sakna frá honum. Reykjavík var heldur leiðinlegur lítill bær – mannlífið er miklu fjölskrúðugra nú sem og menningin. Jú, þá voru reyndar bíó í Miðbænum.

Roman Polanski kom til Reykjavíkur á þessum árum og var spurður hvernig honum þætti borgin?

„Jú,“ sagði hann, „þetta er sjálfsagt ágætur staður ef maður er alinn hérna upp og þekkir ekki annað.“

En það er svo spurning hvernig maður upplifir tímann. Þegar ég var ungur blaðamaður tók ég viðtal við þekkt skáld. Ég spurði skáldið hvort ekki hefði verið frábært að vera ungur í Reykjavík á sjötta áratugnum, þegar Laugavegur 11 var fullur af gáfumönnum og bóhemum.

„Nei,“ kvað skáldið við, „það sem stendur upp úr í minningunni er vont molakaffi og eilíf rigning. “

Það er líka merkilegt að sjá á myndunum hversu gömul hús eru hrörleg. Á þessum tíma beið þeirra flestra að vera rifin – eða þau brunnu og flestum var sama. Sem betur fer er allt öðruvísi um að litast í gömlum hverfum Reykjavíkur núorðið.

Ein af ljósmyndunum frá Reykjavík æsku minnar sem Lemúrinn birtir. Þetta var að sönnu ekki spennandi staður. En maður þekkti ekki annað. Myndirnar eru merktar Christian Bickel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti