fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Lára Hanna: Þeir sem eru á bak við smálánin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. ágúst 2012 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í afar fróðlegum bloggpistli upplýsir Lára Hanna Einarsdóttir hverjir eru á bak við hin umdeildu smálánafyrirtæki. Hinir hefðbundnu fjölmiðlar hafa alveg klikkað á því.

Það er nauðsynlegt að vita þetta – það eru menn á bakvið þessa starfsemi, ekki bara einhver ópersónuleg öfl.

Umfjöllun Láru Hönnu er hérna.

Það er talsverð umræða um að þeir sem taki lán af þessu tagi geti sjálfum sér um kennt. Og jú, það er sjálfsagt eitthvað til í því. En þá er þess líka að gæta að okur hefur lengi talist sérstaklega vont athæfi, hjá Dante eru okrarar til dæmis geymdir í einum af neðstu hringjum vítis. Við kunnum að hafa misst sjónar á þessu á tíma langvarandi lánasukks, en hér á landi hafa verið í gildi lög sem banna okur.

Við getum þó altént leyft okkur að vara við okurlánurum – og sýna þeim forakt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata