fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Hitabylgja

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. ágúst 2012 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var að alast upp var ísöld á Íslandi.

Það var í fleiri en einum skilningi.

Þetta var óvenju kaldur tíma. Þegar sást til sólar var það yfirleitt í napurri norðanátt – það var hægt að norpa undir vegg og ímynda sér að væri sumar.

Ég var í byggingavinnu – það snjóaði í júní. Skaflarnir frá því veturinn áður voru varla bráðnaðir þegar vetur kom á ný.

Það var líka ísöld í mannlífinu. Ísland var óhemju fábreytt land á þessum tíma. Það sást varla útlendingur. Þóttu tíðindi ef birtist fólk með annan hörundslit en þennan bleika sem við höfum. Yfirleitt var allt bannað sem var ekki sérstaklega leyft. Það mátti ekki setja stóla út á gangstétt við veitingahús, það mátti ekki syngja eða leika á hljóðfæri úti á götu, það þótti geysilegt skref í frjálsræðisátt þegar leyft var að pylsuvagn í Austurstræti.

Í þessu efni var lítill munur á stjórnmálamönnum hvort sem þeir kenndu sig við frelsi eða ekki frelsi – það var allt sama tóbakið.

Nú er önnur tíð. Það er hitabylgja bæði í veðrinu og mannlífinu. Fólkið er miklu frjálslegra en þegar ég var að alast upp og því fjölgar sem betur fer – ekki síst vegna þess að hingað koma margir útlendingar. Það hefur alltaf verið til vandræða á Íslandi hvað við erum fá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka