fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Gjöld á ferðamenn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. ágúst 2012 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt á Íslandi – menn rjúka upp ef á að skattleggja einhverja aðra en íslenska launþega. Það fólk má skattleggja í drep – og leggja á það öll möguleg og ómöguleg gjöld.

Hingað koma á hverju ári ferðamenn – fjöldinn er orðinn slíkur að nemur tvöfaldri íbúatölu Íslands. Það virðist ekki mega orða að láta þetta fólk greiða eðlileg gjöld.

Við erum haldin þeirri bábilju að ekki megi rukka inn á ferðamannastaði – ég get bent á að sjálfur borgaði ég væna upphæð fyrir að komast í Klettafjöllin í Kanada í vor og ekki var ódýrt heldur að fara í Colosseum í Róm (það var meira en 5000 fyrir þriggja manna fjölskyldu).

Verð á gistingu hefur farið mjög hækkandi um allan heim síðustu áratugi. Þetta geta menn einfaldlega séð með því að skoða erlenda hótelvefi – varðandi gistingu eru menn einfaldlega farnir að leyfa sér verðlag sem þótti óhugsandi áður.

Ég las fyrir nokkrum árum að á tíma Churchills hefði dýrasta hótelherbergi í London verið rúmlega kostað rúmlega 200 pund á nútímaverðlagi. Nú þykir það ekki ýkja dýrt lengur.

Virðisaukaskattur var lækkaður á hótelgistingu fyrir nokkrum árum til að efla ferðaþjónustuna. Ekki er vitað í hvaða mæli lækkunin skilaði sér til ferðamanna, þ.e. hvort verðið á hótelgistingu lækkaði sem þessu nam – en staðreyndin er sú að fyrir erlenda ferðamenn er gisting er fremur ódýr á Íslandi miðað við það sem tíðkast víða í nágrannalöndum. Þá er þess reyndar að gæta að sama og engin hótel í lúxusklassa eru til á landinu.

Meginreglan á auðvitað að vera sú að notendurnir borgi. Það er sjálfsagt að skattar í kringum ferðaþjónustuna séu svipaðir og annars staðar, hvort sem um er að ræða gistingu, mat eða fólksflutninga. Og í framhaldi af því eigum við svo loks að leyfa okkur að setja á gjöld til að vernda okkar helstu ferðamannastaði og viðhalda þeim.

Við eigum ekki að rýja ferðamenn inn að skyrtunni – en við eigum heldur ekki að láta eins og þeir geti ekkert borgað. Ferðamenn búast heldur ekki við því. Á ferðum mínum erlendis hef ég yfirleitt ekki orðið var við slíka greiðasemi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka