fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Faxi: Sá hlær best sem síðast hlær

Egill Helgason
Laugardaginn 11. ágúst 2012 05:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski handboltarisinn síðhærði Staffan Olsson var sérstakur óvinur Íslendinga á árunum þegar sænska landsliðið vann alltaf það íslenska. Það var sama á hverju gekk, alltaf skyldu Svíarnir hafa sigur. Þeir virkuðu líka óþolandi montnir með sín sænsku hvatningarhróp um grabbar og killar.

Þegar Íslendingar unnu loks sigur á Svíum um daginn birtu margir þessa mynd á Facebook, hún sýnir moðfúlan Olsson (hann var reyndar nefndur Faxi á sinni tíð af gamansömum íslenskum íþróttafréttamönnum) þegar Svíar voru að tapa fyrir Íslendingum um daginn. Undir birtust alls kyns háðsglósur um Olsson. Hann er nú þjálfari sænska liðsins.

En það er einhvern veginn þannig með Svía að það er aldrei hægt að bóka sigur yfir þeim. Nú eru Íslendingar dottnir úr keppninni á Ólympíuleikunum, en Svíar leika um gullverðlaunin gegn Frökkum á morgun.

Staffan Olsson er ansi sigursæll íþróttamaður. Hann hefur leikið 357 landsleiki, tvívegis orðið heimsmeistari í handbolta, fjórum sinnum Evrópumeistari og hann hefur þrívegis unnið silfurverðlaun á Ólympíuleikum. Hann bætir öðrum verðlaunapeningi í safnið á morgun, hvort sem það verður gull eða silfur. Íslenskum handboltaáhugamönnum er fremur í nöp við „Faxa“, eins og fyndnir íþróttafréttamenn nefndu hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka