Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz skrifar grein um bölvun auðlindanna, hún birtist í vefútgáfu Moscow Times.
Stiglitz nefnir ýmsar hættur sem fylgja miklum auðlindum – ójafnræði, of sterka gjaldmiðla, pólitíska spillingu, óstöðugleika.
Hann nefnir líka ráð við þessu – stöðugleikasjóð, lága gengisskráningu, gagnsæi, bann við veðsetningu.
Vandinn er fyrir þjóðir sem eiga mikið af auðlindum að fá að njóta arðsins af þeim. Þar nefnir Stiglitz uppboð sem hugsanlega leið. Hann bendir líka á að auðlindir hverfi ekki þótt þær séu skattlagðar til hagsbóta fyrir almenning.