fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Frjálsar

Egill Helgason
Mánudaginn 6. ágúst 2012 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef sérlega gaman af því að horfa á frjálsar íþróttir á Ólympíuleikum, þannig hefur það verið síðan ég var strákur og við Oddur Sigurðsson vinur minn vorum algjörir sportidjótar.

Afrek mín á íþróttasviðinu eru mjög takmörkuð, en Oddur varð magnaður hlaupari – keppti á Ólympíuleikum og á ennþá Íslandsmet. Ferill Odds var reyndar dálítið skrítinn, því hann var næstum kominn á fullorðinsár þegar uppgötvaðist hvað hann hafði mikla hlaupagetu. Var í sumarvinnu á bensínstöðinni úti á Birkimel og álpaðist út á Melavöll þar sem hann var uppgötvaður.

Ég reyni enn að horfa á frjálsu íþróttirnar á Ólympíuleikunum – þær eru yfirleitt hápunkturinn. Nú ber svo við að það er skemmtilegra en nokkru sinni að fylgjast með keppninni, ekki vegna þess að árangurinn sé betri, heldur vegna þess að maðurinn sem lýsir henni í islensku sjónvarpi fer algjörlega á kostum.

Hann heitir Sigurbjörn Árni Arngrímsson – og glæðir íþróttirnar lífi með þekkingu sinni, tilfinningu, tungutaki og skemmtilegheitum.  Hann er ein af stjörnum leikanna. Eins og einhver sagði:

„Hann gæti lýst kapphlaupi milli snigla og það yrði skemmtilegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka