fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Alræðið, Ólympíufrægðin og dópið

Egill Helgason
Sunnudaginn 5. ágúst 2012 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góður vinur minn er frá Austur-Þýskalandi. Hann er næstum nákvæmlega jafngamall mér og feikilega hávaxinn. Þegar hann var strákur skaraði hann fram úr í íþróttum. Hann var settur í sérstakan skóla fyrir íþróttafólk – æfingarnar voru strangar, en atlætið var gott miðað við það sem tíðkaðist í DDR.

Aðalkeppnisgrein hans var hástökk, en hann það var gæfa hans að hætta meðan hann var ennþá á unglingsaldri. Þetta var ekki vinsælt hjá yfirvöldum og tíu árum síðar forðaði hann sér burt úr alþýðulýðveldinu.

Vinir hans héldu áfram og sumir urðu heimsfrægir íþróttamenn, unnu verðlaun á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Það var á þessum árum að Bandaríkin og Sovétríkin kepptu um verðlaun á Ólympíuleikum – í þriðja sæti varð yfirleitt Austur-Þýskaland, með sína 17 milljón íbúa.

DDR var sportidjótaríki, en það var ekki bara eina skýringin – íþróttafólk frá Austur-Þýskalandi notaði alls kyns efni til að efla getu sína á keppnisvellinum. Margir íþróttamennirnir misstu heilsu sína vegna þessa, vinur minn slapp við það.

Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að horfa á keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum. Því miður er það svo að svo mikið er búið að svindla í frjálsum íþróttum að nær ómögulegt er að slá mörg heimsmetin. Þau standa þótt allir viti að keppendurnir höfðu rangt við. Það ætti fyrir löngu að vera búið að stroka út heimsmet Florence Griffith Joyner – sem dó úr þessum andskota skömmu eftir að hún setti metin. Lyfjasukkið hófst í Mexíkó 1968, ég veit ekki hvort eitthvað slíkt stendur enn yfir – yfirleitt hafa íþróttamennirnir og þjálfararnir verið aðeins á undan eftirlitinu. Árangurinn í frjálsíþróttakeppninni bendir þó ekki til þess – engin met virðast vera í hættu.

Sovétríkin eru ekki lengur til og ekki Þýska alþýðulýðveldið heldur. Keppendur frá þessum svæðum eru ekki að ná sérstökum árangri. Í staðinn er komið alræðisríkið Kína sem leggur ofuráherslu á að vinna verðlaun á íþróttamótum. Það er gert með því að beita íþróttamenn herskálaaga – og sennilega líka með því að dæla í þá einhverjum óþverra sem bætir árangurinn um hríð, en eyðileggur væntanlega heilsuna til lengdar. Það er ekki beinlínis mens sana in corpore sano.

Hápunktur íþróttafrægðar Þýska alþýðulýðveldisins, 90 verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal. Samt bjuggu aðeins 17 milljónir í DDR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris