Mörður Árnason þekkir Ólaf Ragnar Grímsson betur en flestir menn.
Mörður rifjar upp að við embættistöku forseta Íslands 1988 og 1992 hafi þingmaður ekki mætt í kjólfötum.
Það var Ólafur Ragnar Grímsson.
Mörður vísar líka í greiningu á orðum Ólafs Ragnars í innsetningarræðunni í gær.
Forsetinn margendurkjörni talaði um þjóðina, um samstöðu og þáttaskil.
En hann talaði ekki um óvissuna sem honum varð svo tíðrætt um fyrir kjördag.