fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Grænland er miklu meira spennandi en Ísland

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. ágúst 2012 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson skrifar að Evrópusambandið ásælist auðlindir Íslands og Grænlands.

Raunar er það svo að auðlindir Grænlands eru miklu meira spennandi en auðlindir Íslands – við höfum fisk sem við nýtum upp í topp og orku í fallvötnum og jarðvarma sem erfitt er að nýta nema hérna.

En Grænlendingar hafa olíu, gull, járn – gnægð málma.

Margir hafa verið að vingast við Grænlendinga út af þessu, til dæmis hefur grænlenskum ráðamönnum verið boðið til Washington. Kínverjar eru að baki námavinnslu á Grænlandi. Evrópusambandið hefur komið fremur seint inn í myndina – og það er ekkert sem bendir til að framganga þess verði í formi nýlendustefnu, eins og Styrmir ýjar að.

Grænlendingar munu ekki einir geta unnið verðmæti úr landi sínu eða hafinu í kring, enda eru þeir fámennir. Miðað við umræðuna sem hefur verið hér á Íslandi síðustu daga mætti ætla að betra væri að þeir fyndu sér samstarfsaðila í lýðræðisríkjum Evrópu en til dæmis í einræðisríkinu Kína.

Styrmir er að leggja út af grein í Guardian – í endursögn sinni ætlar Styrmir ESB allt hið versta – þrátt fyrir að engin dæmi séu um að Evrópusambandið leggi undir sig auðlindir þjóða. Stærstu þjóðir innan sambandsins, Bretland, Þýskaland og Frakkland, áttu ljóta sögu í því efni á nýlendutímanum, en honum er lokið fyrir allnokkru. Í nútímasamfélagi er reyndar líklegra að það séu alþjóðleg stórfyrirtæki sem eru á höttunum eftir auðlindum en þjóðir og þjóðabandalög – Kína hefur þar dálitla sérstöðu vegna mikillar miðstýringar, má jafnvel segja að sjálft Kína hafi einkenni auðhrings.

Grein Guardian fjallar reyndar alls ekki um nýlendustefnu, heldur fremur um hættuna á að umhverfi Grænlands og Norður-Íshafsins spillist vegna vinnslu jarðefnaeldsneytis og málma. Aðilar innan ESB hafa margsinnis lýst yfir áhyggjum af þessu, til dæmis má minna á viðtal við Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, sem birtist í Silfri Egils fyrir nokkrum misserum. Í þessu efni er örugglega betra að treysta á Evrópuþjóðir sem eru framarlega á sviði umhverfismála, en til dæmis Kínverja eða Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“