Þjóðernishyggja verður sennilega mjög ríkjandi í kosningunum á næsta ári.
Líklegt að verði talsvert um yfirboð á því sviði – það verður athyglisvert að sjá hvaða leið flokkarnir fara í þessu efni.
Nú sjáum við Björn Bjarnason sem borðar hörð pólitísk átök um málefni flóttamanna. Þetta er reyndar sáralítið vandamál á Íslandi – í raun varla neitt – en það kann að vera vel fallið til atkvæðaveiða. Í þessu sambandi má ekki gleyma því að Björn er einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir boðar í grein í Fréttablaðinu í dag að ríkið skuli kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þá kemst Nubo víst ekki þangað. En hvað ríkið á svo að gera við þessa stóru og eyðilegu jörð – ja, svarið við því er einhvers staðar í ríki þjóðernishyggjunnar.