Það eru harðar kosningar í vændum næsta vor.
Maður verður að vona að enginn flokkur ætli að fara að gera út á andúð á flóttamönnum og útlendingum eins og hér er boðað.
Að lýsa þessu sem „pólitísku átakamáli“ er mjög kaldrifjað – virðist ekki gert í öðrum tilgangi en að fiska eftir atkvæðum í gruggugu vatni.
En þarna er gefinn ákveðinn tónn – sá sami og í ógeðfelldum leiðara Morgunblaðsins um daginn – það er óskandi að þeir verði ekki fleiri sem spinna þennan þráð.
Og svo má spyrja hvað orðið „rétthugsun“ merkir í þessu sambandi – er það kannski samheiti við mannúð?