Myndin er tekin að næturþeli, með farsíma, en ef grannt er skoðað má sjá litlu ugluna sem var á malarveginum sem liggur upp að húsinu okkar á Folegandros. Hún var þarna nokkur kvöld í röð. Smá og hreyfði sig ekki í bíllljósunum fyrr en maður ók alveg að henni. Ég er ekki fróður um uglur, en sennilega er þetta ungi. Það má greina ugluna í miðri mynd og líka skuggann sem varpast af henni.