Það er fátt sem ég veit hollara og betra en að synda í sjó. Þegar ég dvel í Grikklandi reyni ég að fara á hverjum degi í sjóinn og ég er oft lengi þar úti.
Ég hef haldið því fram að að strandlíf sé alveg jafn góð og merkileg náttúrudýrkun og að til dæmis sú að ganga á fjöll. Í sjónum og sandinum er maður beinlínis ofan í náttúrunni.
Sjórinn við eyjuna þar sem ég dvel er mjög tær og fallegur. Hann er yfirleitt í kaldara lagi, þetta er vindasamur staður og vindarnir kæla hafið.
En auðvitað er kuldinn ekki eins og í sjó við Ísland.
Ég dáist að Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynda flokksins, sem syndir meira en þrjá kílómetra í sjónum við landið kalda – villist af leið en heldur samt áfram.
Eins og ég segi, ég elska sjóböð – en það gæti enginn fengið mig til að fara út í svona kaldan sjó.
Blár sjórinn við Folegandros, hreinn og tær, nokkuð kaldur en samt ekki eins og við Ísland.