Það er einhver bábilja í gangi um að Miðbærinn í Reykjavík sé fullur af hótelum.
Ferðamannastraumurinn til Íslands stefnir óðfluga í milljón manns á ári – og flest hótelin í Miðborginni eru lítil. Hótel Borg er ekki risahótel.
Hótelum fylgir mikið mannlíf. Á hótel kemur fólk sem á peninga og er tilbúið að eyða þeim – í verslunum og á veitingahúsum í nágrenninu,
Sem er nákvæmlega það sem Miðbæinn vantar.
Menn geta haft uppi alls kyns draumóra um að annars konar þjónusta sé að fara að snúa aftur í Miðbæinn, en það er ekki beinlínis að að gerast.