fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Stækur áróður eða vænisýki

Egill Helgason
Mánudaginn 9. júlí 2012 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vænisýki á háu stigi – eða þá stækur áróður – að halda því fram að einhver ríkisstjórn Íslands myndi sniðganga úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild.

Þetta myndi jafngilda valdaráni. Ríkisstjórn sem reyndi þetta myndi þurfa aðstoð vopnaðra sveita til að halda völdum.

Það er reyndar ekki líklegt heldur að Evrópusambandið myndi vilja fá slíkt ríki inn í sambandið.

Það er ekki hægt að líkja þessu við inngönguna í EES. Það hefur alltaf verið vitað að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðildina. Engum dettur í raun annað í hug.

Á tíma EES samningsins var hins vegar í lengstu lög reynt að forðast að nefna þjóðaratkvæðagreiðslu, forystumenn ríkisstjórnarinnar sem þá sat, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, kærðu sig ekki um hana og gáfu aldrei neitt færi á henni.

Þetta er ólíkt Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur margítrekað að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB og að farið verði eftir niðurstöðum hennar.

Þegar – og ef – að þessu kemur verður ekki séð að forseti Íslands muni hafa neitt hlutverk.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris